HeimEfnisorðStarafugl

Starafugl

Starafugl um „Mannasiði“: Að vanda til verka

Ragnheiður Birgisdóttir skrifar á Starafugl um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal. "Mannasiðir er saga um venjulegt fólk í íslenskum samtíma og því dregur myndin fólk að skjánum. Sú aðferð að sýna frá reynslu og tilfinningum bæði þolenda og gerenda er áhrifarík leið til að ná til áhorfenda," segir Ragnheiður meðal annars.

Starafugl um „Vetrarbræður“: Tungumál Vetrarbræðra

Jónas Reynir Sveinsson skrifar í Starafugl um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir meðal annars: "Persónurnar í Vetrarbræðrum tala dönsku en Hlynur tjáir sig með tungumálinu sem talað er í landi kvikmyndarinnar. Og hann talar með sinni eigin rödd."

Starafugl um „Out of Thin Air“: Þunnt loft – og þungt

Snorri Páll skrifar á Starafugl um heimildamyndina Out of Thin Air og segir hana "ekki upp á sérlega marga frumlega fiska, sé litið til þátta á borð við myndbyggingu, klippingu, fagurfræði, tónlist og frásagnaraðferð." Hann gagnrýnir einnig harðlega nálgun höfunda gagnvart efniviðnum.

Starafugl um „Rúntinn 1“: Sjálfsörugg og keik

Snorri Páll skrifar á Starafugl um heimildamyndina Rúntinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson og segir hana standa fyllilega í lappirnar ein og sér - sjálfsörugga og keika.

Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir

Brynjar Jóhannesson skrifar á Starafugl um þrjár Hollywood myndir og leggur fram það sem hann kallar "Hegelskt módel" til að útskýra ánægju sína af þessum myndum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR