spot_img
HeimEfnisorðSprettfiskur 2020

Sprettfiskur 2020

Sprettfiskur 2020: Faðmlög á tímum félagslegrar fjarlægðar

"Tengslin sem myndast á milli ólíkra kynslóða var það þema sem var einna mest áberandi í Sprettfisknum þetta árið, sem er ágætlega viðeigandi á tímum heimsfaraldurs sem hefur mjög mismunandi áhrif á mismunandi kynslóðir," skrifar Ásgeir H. Ingólfsson á vef sinn Menningarsmygl um stuttmyndirnar sem kepptu um Sprettfiskinn í ár.

BLAÐBERINN hlaut Sprettfiskinn

Stuttmyndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bar sigur úr býtum í stuttmyndakeppninni Sprettfiskurinn sem Stockfish kvikmyndahátíðin stendur fyrir. Í verðlaun hlaut Ninna 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.

Stockfish hátíðin sendir frá sér tilkynningu vegna myndavals á Sprettfisk

Stockfish hátíðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vals á stuttmyndum á Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni hátíðarinnar, en ein myndanna var frumsýnd 2018 og vann sem slík Edduverðlaun í fyrra sem stuttmynd ársins. Í reglum Sprettfisksins sem gefnar voru út 22. janúar síðastliðinn var kveðið á um að myndir væru framleiddar 2019 eða síðar. Í tilkynningunni er einnig komið inná hversvegna orðalagi reglna var breytt á vef Stockfish fyrir tveimur dögum, löngu eftir að innsendingarfresti lauk.

Stockfish 2020: Þessar stuttmyndir keppa um Sprettfiskinn

Sex stuttmyndir hafa verið valdar til að keppa um Sprettfiskinn, stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR