Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar Íslands.
Um helmingur þjóðarinnar horfði á spennuþættina Hraunið sem sýndir voru á RÚV. Það er svipað áhorf og undanfarinn, Hamarinn, hlaut 2009. Munurinn er þó sá að í tilfelli Hamarsins var nær allt áhorf við frumsýningu þáttar en aðeins um tveir þriðju horfðu á frumsýningar Hraunsins. Restin stundaði svokallað "hliðrað áhorf", horfði gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi.