Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d'Annonay í Frakklandi.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut FIPRESCI verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í kvöld. Myndin var einnig valin úr hópi tíu mynda til að taka þátt í Scope 100 verkefninu svokallaða sem snýst um nýja nálgun í dreifingu evrópskra mynda. Henni verður því dreift í kvikmyndahúsum í Noregi og Ungverjalandi.