Sara Nassim framleiðandi (Dýrið, Fár) tekur þátt í Producers on the Move á Cannes hátíðinni í ár. Cineuropa ræddi við hana um verkefnin framundan og framleiðendastarfið.
Framleiðendurnir Sara Nassim (Dýrið) og Grímar Jónsson (Northern Comfort) hafa stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki, Sarimar Films. Ný kvikmynd Gríms Hákonarsonar, 200 Kópavogur, verður fyrsta verkefni hins nýja félags.
Stuttmynd Gunnar Martinsdóttur Schlüter, Fár, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag. Myndin segir margbrotna sögu á fimm mínútum og varpar ljósi á mörkin milli grimmdar og sakleysis.
Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.
Dýrið (Lamb) í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut á dögunum 52 milljóna króna (€380,000) styrk frá Eurimages. Verkefnið er samframleiðsla með Svíum og Pólverjum. Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru aðalframleiðendur.
Sænska leikkonan Noomi Rapace (Menn sem hata konur) leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið sem tekin verður upp hérlendis í sumar og sýnd á næsta ári.