spot_img
HeimEfnisorðSamúel Bjarki Pétursson

Samúel Bjarki Pétursson

Vísir um REYKJAVÍK FUSION: Hörkuhasar þótt per­sónu­sköpun skorti

Fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi, segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Reykjavík Fusion. "Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður."

Þáttaröðin REYKJAVÍK FUSION hefst í dag í Sjónvarpi Símans

Þáttaröðin Reykjavík Fusion frá Act 4 hefst í Sjónvarpi Símans í dag. Handrit skrifa Hörður Rúnarsson og Birkir Blær Ingólfsson. Leikstjórar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson. Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverkin.

Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni REYKJAVÍK FUSION

Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.

Sam & Gun kaupa í Skoti

Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á þriðjungshlut í Skot Productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR