Fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi, segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Reykjavík Fusion. "Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður."
Þáttaröðin Reykjavík Fusion frá Act 4 hefst í Sjónvarpi Símans í dag. Handrit skrifa Hörður Rúnarsson og Birkir Blær Ingólfsson. Leikstjórar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson. Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverkin.
Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.
Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á þriðjungshlut í Skot Productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.