Verðlaun í fimm keppnisflokkum RIFF voru veitt fyrr í kvöld. Kúrekinn / The Rider (USA) í leikstjórn Chloé Zhao hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin.
Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.
Málþing undir yfirskriftinni Kvikmyndaborgin Reykjavík fer fram í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október milli 15-17. Fjallað verður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni. Málþingið er hluti af bransadögum RIFF og er öllum opið.
Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á RIFF sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur. Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu raðast efst en allar fá gæðastimpil Engra stjarna.
Dagskrárbæklingur RIFF er kominn út (en dagskráin enn ekki komin á vef RIFF, fjórum dögum fyrir hátíð). Ásgrímur Sverrisson fór í gegnum bæklinginn og tíndi út það áhugaverðasta. Þó skal hafa í huga að margt spennandi getur leynst víða í dagskránni og ekki nema sjálfsagt að taka sénsinn.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, fer fram dagana 28. september til 8. október. Olivier Assayas og Werner Herzog verða heiðursgestir hátíðarinnar og sérstakur fókus verður á finnskar myndir. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF, ræðir við Morgunblaðið um hátíðina.