HeimEfnisorðRIFF 2014

RIFF 2014

Ruben Östlund: Kvikmyndirnar eru að breytast

Sænski leikstjórinn Ruben Östlund, einn gesta RIFF, ræddi við kollega sinn Hafstein Gunnar Sigurðsson á hátíðinni og má sjá spjall þeirra hér að neðan. Þar kemur Östlund meðal annars inná þær breytingar sem eru að eiga sér stað í menningu okkar frá textaáherslum yfir í myndmálstjáningu og -upplifun. Östlund heldur því fram að áhugaverðustu hlutirnir í kvikmyndagerð eigi sér nú stað á netinu, t.d. YouTube - og að kvikmyndagerðarmenn verði að aðlagast þessum breyttu áherslum eigi kvikmyndir ekki að daga uppi sem listform án beins erindis við samtímann, líkt og til dæmis ópera.

Gagnrýni | Dúfa sat á grein og hugleiddi tilveruna (RIFF 2014)

"Það er margt í gangi í þessari mynd og oft ekki alltaf ljóst hvert Andersson er að fara en þetta virðist vera ein af þessum myndum sem dýpkast við hvert áhorf," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Gagnrýni | The Babadook (RIFF 2014)

"Með The Babadook hefur leikstjórinn og handritshöfundurinn Jennifer Kent náð að gera líklega eina bestu hrollvekju undanfarinna ára, þó hún sé í raun mun meira en bara venjuleg hrollvekja. Hún er þessi sjaldgæfa hryllingsmynd sem ber fulla virðingu fyrir áhorfandanum og móðgar aldrei vitsmuni hans," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Gagnrýni | Turist (RIFF 2014)

"Í kjarnann stúdía á karlmennsku vs. kvenleika og leikur sér með hugmyndir um hvað felst í því að vera karlmaður, eða jafnvel hetja. Hún er líka ekki endilega svo mikið um hvernig menn bregðast við krísu heldur um hvernig samfélagið segir okkur hvernig við eigum að bregðast við, og jafnvel hvernig maður eigi að bregðast við viðbrögðunum.," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni.

Gagnrýni | Art and Craft (RIFF 2014)

"Hrífandi portrett af einum óvenjulegum en merkilegum manni sem er um leið skoðun á merkingu listar og hvað felst í því að vera listamaður sem og handverksmaður, hún er kannski ekki listilega gerð en henni tekst upp það sem hún ætlar sér.," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni.

Ása Helga: Breytum leiknum

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hélt hátíðargusuna svokölluðu á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Ræðuna flutti hún á ensku en þar fór hún yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðnaðinum.

Gagnrýni | Altman (RIFF 2014)

"Fínasta skemmtun og gott yfirlit yfir feril hans en Robert Altman á skilið heimildamynd með aðeins meiri dýpt og innsæi," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni. Myndin er sýnd á RIFF og fleiri umsagnir Atla um RIFF myndir munu birtast á næstu dögum.

Nanna Kristín Magnúsdóttir í viðtali við IndieWire um „Tvíliðaleik“

Nanna Kristín Magnúsdóttir frumsýndi stuttmynd sína Tvíliðaleikur á Toronto hátíðinni fyrr í mánuðinum, en myndin verður sýnd á RIFF auk þess sem margar aðrar hátíðir bíða. IndieWire (Women and Hollywood bloggið) ræddi við Nönnu nýlega.

RIFF 2014 opinberar dagskrána

RIFF 2014 fer fram dagana 25. september til 5. október. Sýndar verða um eitthundrað kvikmyndir frá um 40 löndum auk þess sem fjöldi sérviðburða eru á dagskránni. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Opnunarmyndin er Land Ho! eftir Aaron Katz og Martha Stephens en myndin var filmuð hér á landi í fyrra. Lokamynd hátíðarinnar er Boyhood eftir Richard Linklater. Handhafi heiðursverðlauna RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmynda er breski leikstjórinn Mike Leigh og verður nýjasta mynd hans Mr. Turner meðal annars sýnd á hátíðinni.

Mike Leigh heiðursgestur RIFF 2014

Breski leikstjórinn Mike Leigh verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september næstkomandi. Hann tekur við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöðum þann 1. október.

RIFF í Kópavogi að hluta

Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna.

RIFF haldin í haust

„Það er enginn bilbugur á okkur," hefur RÚV eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF. „Við höldum áfram þessu mikilvæga starfi," segir hún um kvikmyndahátíðina sem haldin verður í ellefta skipti í ár, dagana 25. september til 5. október næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR