Stór hluti nýrrar myndar frá framleiðslufyrirtæki Ridleys Scotts eftir tölvuleiknum Halo fyrir tölvurisann Microsoft verður tekin upp hér á landi og á Írlandi. Framleiðslukostnaðurinn verður meira en tíu milljónir dollara en þegar hafa verið gerðar nokkrar myndir eftir tölvuleiknum.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.