Kjartan Már Ómarsson fjallar á Vísi um íslensku myndirnar sem sýndar voru á nýliðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndirnar sem rætt er um eru Just Like You, Minnismiðar, Potturinn, Synda, The Arctic Fox og Iceland Aurora.
Heimskautarefurinn, norðurljósin, minnismiðar og sund eru meðal viðfangsefna þeirra sex íslensku stutt- og heimildamynda sem sýndar verða á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni 9.-12. apríl í Bíó Paradís.
Óskarsverðlaunahafarnir Laura Poitras og Lisa Fruchtman verða með námskeið, svokallaða masterclass á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni sem haldin verður í Bíó Paradís 9.-12. apríl. Þær munu einnig taka þátt í spurt og svarað að lokinni sýningu á myndum sínum CitizenFour og Sweet Dreams.
Hin árlega RS&DF verður sett í 13. sinn í Bíó Paradís næstkomandi fimmtudag. Hápunktur hátíðarinnar er Íslandsfrumsýning heimildamyndarinnar Citizen Four um Edward Snowden sem hlaut Óskarinn fyrr á árinu. Laura Poitras, stjórnandi myndarinnar, mun sitja fyrir svörum á hátíðinni.