Tryggð, fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd, verður frumsýnd á fyrstu vikum nýs árs, Stikla og plakat myndarinnar hafa nú verið opinberuð.
Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.