Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent.
Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sagði á Eddunni í gærkvöldi að verið væri að skoða hækkun á endurgreiðslunni frá næsta ári og nefndi þar töluna 25% við mikinn fögnuð viðstaddra.
Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur nú við afgreiðslu erinda og sér um almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.
Iðnaðarráðherra og Íslandsstofa semja um að verkefnið Film In Iceland verði áfram í umsjá Íslandsstofu næstu þrjú árin eða út gildistíma laganna um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.