Anna Marsibil Clausen dagskrárgerðarmaður RÚV ræddi við Hildi Guðnadóttur í Los Angeles í gær, daginn eftir að verðlaunin voru afhent. Þar ræddi hún meðal annars um vinnslu tónlistarinnar við Joker, samstarfsmann sinn Jóhann Jóhannsson og ýmislegt fleira.
"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.
Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Verðlaunaafhendingin fór fram í nótt að íslenskum tíma. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Óskarsverðlaun.
Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time... in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.