HeimEfnisorðÓskarinn 2015

Óskarinn 2015

Tímalausri tónlist Jóhanns Jóhannssonar spáð Óskarstilnefningu

Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.

Von um Óskarstilnefningu?

Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.

Kosið um Óskarsframlag

Kosning meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna fer fram dagana 12.-22. september næstkomandi. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR