Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.
Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.
Jóhann Jóhannsson tónskáld er enn á ný talinn eiga möguleika á Óskarstilnefningu og að þessu sinni fyrir kvikmyndina The Theory of Everything eftir James Marsh.
Kosning meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna fer fram dagana 12.-22. september næstkomandi. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali.