Að minnsta kosti fimm kvikmyndir í fullri lengd og tíu þáttaraðir eru væntanlegar á árinu 2026. Að auki hafa fimm heimildamyndir boðað frumsýningar en þær verða þó mun fleiri.
Ný íslensk teiknimyndasería, Ormhildarsaga, verður frumsýnd á RÚV þann 3. janúar. Þættirnir eru alls 26 og verða sýndir vikulega. Þórey Mjallhvít leikstýrir og skrifar handrit.
Listakonan Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir vinnur hörðum höndum þessa dagana að teiknimyndaseríu, Ormhildarsögu, sem byggð er á hugmynd sem hún fékk í ritlistarnámi. Fréttablaðið ræddi við hana um verkefnið.