Baskavígin, spænsk/íslensk heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, hefur verið valin til þátttöku í Zinemira keppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni 16. – 24. september.
Baskneska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Old Port Films vinnur nú að gerð heimildamyndar um Baskavígin svokölluðu árið 1615 (sem Íslendingar nefna Spánverjavígin). Kvikmyndagerðin Seylan er meðframleiðandi verksins, sem er stórt í sniðum.