Nú þegar fígúra úr "raunveruleikaþætti" hefur verið kjörin forseti Bandaríkjanna er sjálfsagt að tína til nokkur dæmi um hvernig sagt hefur verið fyrir um þessa týpu í kvikmyndum og sjónvarpi (jafnvel í bókstaflegum skilningi), hvernig henni hefur verið lýst og hvernig hægt er að veita hjálp í viðlögum gegn þessum ósköpum. Við sögu koma jafn ólík verk og The Deer Hunter, Home Alone, Back to the Future, The Candidate, Northern Exposure, Raiders of the Lost Ark og The West Wing.
Kanadíski kvikmyndleikstjórinn David Cronenberg og þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta hlutu bæði heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag til kvikmynda sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim á Bessastöðum í gær.
Síðdegis í gær veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að auki hlaut Magnús Scheving, hugmyndasmiður Latabæjar, heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund.