Sigurjón Sighvatsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Nordic Producer Documentary Award sem veitt verða á Nordisk Panorama síðar í september. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt.
Heimaleikurinn, gamansöm heimildamynd í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut sérstök áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama, stærstu heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum.
12 íslensk verkefni, útkomin og væntanleg, taka þátt í stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 32. skipti dagana 16.-21. september í Malmö í Svíþjóð. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.
Nordisk Panorama, árleg kvikmyndahátíð og fjármögnunarmessa, hefur síðastliðin 30 ár verið einn helsti vettvangur fyrir framgang og kynningu norrænna heimilda- og stuttmynda. Norræna ráðherranefndin hefur nú ákveðið að hætta stuðningi við hátíðina frá næsta ári, en stuðningurinn hefur numið um 60% af rekstrarfé Nordisk Panorama.