Jodie Foster, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, tók þátt í pallborðsumræðum á nýliðinni Stockfish hátíð þar sem umræðuefnið var konur og kvikmyndagerð. Hún sagðist hafa upplifað breytingar á kvenhlutverkum frá því sem áður var en við værum ekki enn komin alla leið.
Í dag var tilkynnt að Fondation gan pour le cinéma, frönsk stofnun sem styrkir listrænar kvikmyndir, hefði ákveðið að styðja nýtt verkefni Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð (A Woman at War). Fyrir skemmstu var opinberað að CNC, kvikmyndasjóður Frakklands, hefði veitt fé til myndarinnar úr sérstökum sjóði til styrktar alþjóðlegri kvikmyndagerð.