Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival (RVK FFF) verður haldin í annað sinn dagana 14.-17. janúar. Vegna Covid verður hátíðin á netinu en valdir viðburðir verða í boði innan sóttvarnatakmarkana. Hægt er að horfa á allar kvikmyndirnar ókeypis á https://rvkfemfilmfest.is dagana sem hátíðin stendur.