HeimEfnisorðMargrét Einarsdóttir

Margrét Einarsdóttir

Reykjavik Grapevine fjallar um íslenska kvikmyndagerð

Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.

Margrét Einarsdóttir fær Guldbaggen verðlaunin fyrir búningana í ELD OG LAGÖR

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður var rétt í þessu að vinna Guldbaggen, kvikmyndaverðlaun Svía, fyrir búninga í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein. Margrét er vel þekkt í kvikmyndaheiminum en hún hefur m.a. unnið til nokkurra Edduverðlauna fyrir búninga ársins eins og í kvikmyndunum HrútarVonarstræti og Á annan veg. 

Tökum lokið á spennutryllinum „Arctic“ með Mads Mikkelsen

Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR