Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður var rétt í þessu að vinna Guldbaggen, kvikmyndaverðlaun Svía, fyrir búninga í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein. Margrét er vel þekkt í kvikmyndaheiminum en hún hefur m.a. unnið til nokkurra Edduverðlauna fyrir búninga ársins eins og í kvikmyndunum Hrútar, Vonarstræti og Á annan veg.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur verið tilnefnd til Guldbaggen verðlauna sænsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búninga ársins í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.
Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.