Unnið hefur verið að bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða í allri aðstöðu Bíó Paradísar og bíósýningar hafa verið aðlagaðar til að mynda fyrir blinda, heyrnarskerta og einhverfa. Einnig hefur verið boðið upp á sýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem vilja.
Sigurjón Kjartansson er í viðtali við Mannlega þáttinn á Rás 1 um ferilinn og handritaskrif, en hann vinnur nú að gerð Áramótaskaupsins sem framleiðandi.