Ásgeir H. Ingólfsson ræddi við rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev á dögunum, en mynd hans Loveless (Ástlaus) er sýnd á Stockfish hátíðinni sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.
Nýjasta mynd Andreys Zvyagintsevs, Loveless eða Nelyubov eins og hún heitir á frummálinu, verður sýnd á Stockfish hátíðinni sem hefst 1. mars. Myndin er jafnframt tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda í ár. Davíð Kjartan Gestsson hjá Menningarvef RÚV ræddi við leikstjórann.
Stockfish Film Festival verður haldin í fjórða sinn í Bíó Paradís dagana 1. til 11. mars næstkomandi. Norski leikstjórinn Iram Haq verður sérstakur gestur hátíðarinnar og meðal helstu mynda er Loveless eftir Andrey Zvyagintsev.