Spænsk/íslenska heimildamyndin La Chana er meðal þeirra mynda sem tilnefnd er til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en tilnefningar voru kunngjörðar í dag.
Hjartasteinn (íslensk/dönsk samframleiðsla), Tom of Finland (meðframleidd af Ingvari Þórðarsyni) og heimildamyndin La Chana (spænsk/íslensk samframleiðsla) eru meðal þeirra 66 kvikmynda sem taka þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tilkynnt verður um tilnefningar þann 4. nóvember en verðlaunin verða veitt í Berlín þann 9. desember.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.