Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fyrir sýningum á tilnefndum myndum í Bíó Paradís dagana 26.–30. október.
Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Dýrið og Volaða land eru báðar tilnefndar, sú fyrrnefnda fyrir hönd Íslands en sú síðarnefnda fyrir hönd Danmerkur.