Fjöldi kvikmyndahúsa á landinu hefur dregist saman um helming síðan árið 1995. Íslendingar fóru mun meira í bíó í hruninu. Að meðaltali eru um 14 myndir frumsýndar í hverjum mánuði.
Viðburðabíó verður bjargvættur kvikmyndaiðnaðarins og þar er jafnvel fólgin framtíð kvikmyndahúsa. Hið gamla viðskiptamódel er að líða undir lok og framundan eru miklar breytingar, segja breskir fagaðilar.