Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.
Ekki ein sekúnda í sjónvarpsþáttaröðinni Brekkukotsannál var í lagi í eintaki sem til var hér á landi. Þetta stóra verkefni, sem er rúmlega 40 ára, hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga með ærinni fyrirhöfn.
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands svarar bréfi Bergsteins Björgúlfssonar forseta Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra: það er verið að vinna mjög markvisst í varðveislumálunum innan þess ramma sem fjárhagur leyfir, segir hann og bendir jafnframt á frekari lausnir sem bjóðast.
Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.