Hrútar Gríms Hákonarsonar er meðal tíu mynda sem tilnefndar eru til Lux verðlauna Evrópusambandsins en þau hafa verið veitt síðan 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna.
Ólafur Darri Ólafsson verður í aðaldómnefnd Karlovy Vary hátíðarinnar sem stendur dagana 3.-11. júlí. Íslensku bíómyndirnar Hrútar og Fúsi taka þátt í hátíðinni ásamt stuttmyndinni Hjónabandssælu.
Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarssontaka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.