"Kraftmikil, launfyndin og manneskjuleg mynd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina sem fengið hefur góðar móttökur á hátíðinni.
Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.
Ásgeir H. Ingólfsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og sendir þaðan frá sér ördóma um myndirnar á dagskránni. Ítarlegri umfjöllun um þær verður í Víðsjá Útvarpsins að hátíð lokinni. Annar skammtur væntanlegur ásamt með umfjöllun um París norðursins Hafsteins Gunnars, sem sýnd er í dag þriðjudag.
Screen ræðir við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra og meðhandritshöfund París norðursins, sem heimsfrumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary á morgun.
Önnur bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París norðursins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary sem fram fer í Tékklandi 4.-12. júlí næstkomandi.