"Heillandi, áhugaverð, undarlega notaleg og róandi bíóupplifun," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um heimildamyndina Kaf eftir Hönnu Björk Valsdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Elínu Hansdóttur.
"Efa að nokkur áhorfandi geti stillt sig um að brosa hringinn nánast samfleytt þær 72 mínútur sem myndin stendur yfir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Kaf eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur.
Heimildamyndin Kaf eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur verður frumsýnd 5. september í Bíó Paradís. Í myndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni.