Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað.
Fagmiðillinn C21 Media ræðir við teymið á bakvið þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust. Ólafur Darri Ólafsson sem fer með aðalhlutverkið, Nanna Kristín Magnusdóttir annar leikstjóranna og Jónas Margeir Ingólfsson einn handritshöfunda ræða hugmyndirnar bakvið verkið, en auk þess eru sýnd brot úr þáttunum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.
Morgunblaðið ræðir við Birki Blæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem hafa skrifað handrit að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Ísalög (Thin Ice) og Ráðherranum, en báðar verða sýndar á þessu ári.