Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Heimildamyndin Jökullinn logar eftir Sævar Guðmundsson og Sölva Tryggvason hlaut í gær Golden Whistle-verðlaunin sem veitt eru árlega á Kicking & Screening Soccer Film Festival í New York. Myndin var sýnd á opnunarkvöldi hátíðarinnar en á ensku ber hún titilinn Inside a Volcano.
Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa gert heimildamynd í fullri lengd um aðdraganda og undirbúning að þátttöku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Myndin, sem kallast Jökullinn logar, verður frumsýnd í bíóum Senu 3. júní.