HeimEfnisorðInga Lísa Middleton

Inga Lísa Middleton

[Stikla] ÓSKIN, ný stuttmynd Ingu Lísu Middleton væntanleg

Óskin, stuttmynd eftir Ingu Lísu Middleton, er væntanleg innan skamms. Zik Zak framleiðir og með helstu hlutverk fara Hera Hilmarsdóttir, Sam Keeley og Hrafnhildur Eyrún Hlynsdóttir. Stiklu myndarinnar má skoða hér.

„Búi“ vinnur í Berlín

Búi, stuttmynd Ingu Lísu Middleton, hlaut sérstaka viðurkenningu barnadómnefndar (special mention) í flokknum 8+ & 10+ á kvikmyndahátíðinni KUKI fyrir börn og unglinga. Hátíðin fór fram í Berlín í Þýskalandi.

Stuttmyndin „Búi“ fær þýsk verðlaun

Stuttmyndin Búi eftir Ingu Lísu Middleton var valin besta stuttmyndin á Schlingel barna- og unglingamyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem myndin hlýtur.

Stuttmyndirnar „Búi“ og „Fótspor“ í keppni á Giffoni hátíðinni

Tvær nýjar stuttmyndir, Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Fótspor eftir Hannes Þór Arason, taka þátt í Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu sem fram fer 14.-22. júlí næstkomandi. Giffoni hátíðin er ein sú kunnasta á sínu sviði. Búi hefur einnig verið valin til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö í haust, en önnur stuttmynd Ingu Lísu, Ævintýri á okkar tímum, vann til verðlauna þar 1993.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR