Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum í Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og var hún því færð í Snæfellsbæ.
RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.
Ilmur Kristjánsdóttir sem tilnefnd er til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Ástríði, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust, spjallar við Viðskiptablaðið um rulluna og annað sem er á döfinni.