Fimmtánda Skjaldborgarhátíðin fór fram um hvítasunnuhelgina, 3.-6. júní og urðu fagnaðarfundir á Patreksfirði, enda hátíðin verið í lággír undanfarin tvö ár vegna Covid. Sýndar voru 13 myndir, þar af þrjár frá fyrra ári, auk ýmissa annarra uppákoma. En hvernig voru þær? Ásgrímur Sverrisson ræðir þær sem hann sá.
"Dýrmæt svipmynd af fjórum lífum og það er óskandi að við fáum fleiri slíkar sögur," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um heimildamyndina Hvunndagshetjur eftir Magneu B. Valdimarsdóttur, sem sýnd var á RIFF.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.