Tilnefningar til Menningarverðlauna DV voru kynntar í dag. Bíómyndirnar Hrútar og Fúsi, heimildamyndirnar Hvað er svona merkilegt við það? og Öldin hennar og kvikmyndahúsið Bíó Paradís fá tilnefningar í flokki kvikmyndalistar.
Litlar breytingar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi og Everest Baltasars áfram í því þriðja.
Almennar sýningar hefjast í kvöld á verðlaunaheimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur, Hvað er svona merkilegt við það? sem fjallar um kvennaframboðin sem birtust á stjórnmálasviðinu á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinna róttæku kvennabaráttu áratugarins á undan.
Nordisk Panorama hátíðin hefst í Malmö á föstudag. Hátíðin safnar saman bestu stutt- og heimildamyndum ársins til þátttöku í keppni um bestu norrænu stuttmyndina og bestu norrænu heimildamyndina auk þess sem ýmislegt annað er á dagskrá. Sex íslenskar myndir taka þátt í keppninni og að þessi sinni er einnig sérstakur fókus á íslenska kvikmyndagerð.
Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir taka þátt í Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 18.-23. september. Þær eru Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur, I Want to be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur, The Pride of Strathmoor eftir Einar Baldvin Árnason, Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir og Zelos eftir Þórönnu Sigurðardóttur.
Hvað er svona merkilegt við það?, heimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Myndin er framhald annarrar myndar Höllu Kristínar, Konur í rauðum sokkum, sem einnig hlaut sömu verðlaun 2009.
Halla Kristín Einarsdóttir frumsýnir heimildamyndina Hvað er svona merkilegt við það? á Skjaldborgarhátíðinni um næstkomandi hvítasunnuhelgi, en hún hlaut verðlaun hátíðarinnar fyrir nokkrum árum fyrir mynd sína Konur á rauðum sokkum.