HeimEfnisorðHeimili kvikmyndanna

Heimili kvikmyndanna

Stockfish hátíðin haldin í febrúar

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin í fyrsta sinn dagana 19.febrúar - 1.mars 2015 í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís ses. sem stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð. Stockfish European Film Festival in Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem starfar með það að markmiði að efla og styrkja kvikmyndamenningu og -iðnað á Íslandi og er hátíðin ekki haldin í hagnaðarskyni.

Kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin 12.-21. september

Kvikmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Film Festival) verður haldin dagana 12.-21. september næstkomandi í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Þetta kemur fram á vef Bíó Paradísar, en það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna, rekstaraðili bíósins, sem einnig stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð.

Markmiðin með endurvakningu Kvikmyndahátíðar í Reykjavík

Stjórn Heimilis kvikmyndanna ses hefur sent frá sér tilkynningu vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en Heimili kvikmyndanna hlaut nýlega styrk frá Reykjavíkurborg vegna þess verkefnis.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR