Leikstjórinn Haukur Björgvinsson og framleiðandinn Tinna Proppé hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Sellout og kynna nýja þáttaröð sina Barbara á fjármögnunarmessunni Content London í lok nóvember.
Stuttmyndin Eggið eftir Hauk Björgvinsson vann til verðlaunanna Best Genre Film í flokknum Generation XYZ á kvikmyndahátíðinni í Tampere, Finnlandi. Hátíðin, sem er stærsta stuttmyndahátíðin á Norðurlöndunum, fór fram dagana 9. - 13. mars.
Stuttmyndin Wilma í leikstjórn Hauks Björgvinssonar var valin besta stuttmyndin í flokknum „Generator + 16“ á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu.