Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma, hlaut sérstaka viðurkenningu frá Eurimages fyrir verk í vinnslu á New Nordic Films markaðnum á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í lok ágúst.
New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.