Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.
Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.
Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.