Hulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.
Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.
Kjartan Már Ómarsson skrifar umsögn í Fréttablaðið um kvikmyndina Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Hann er hinn ánægðasti og gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Almennar sýningar á gamanmyndinni Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson hefjast á morgun. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir.
Plakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku. Bakk verður frumsýnd í byrjun maí.
Stikla fyrir kvikmyndina Bakk í leikstjórn Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar hefur verið opinberuð. Fyrirhugað er að sýna myndina á vormánuðum.
Kitla gamanmyndarinnar Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.
Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.