Þáttaröðin Margt býr í Tulipop (Tulipop Tales) fær 22,5 milljónir króna (1,5 milljónir norskra) frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum í nýjustu úthlutun.
Guðný Guðjónsdóttir, fráfarandi forstjóri Sagafilm, segir í samtali við Viðskiptablaðið að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn hafi upplifað gríðarlegan vöxt undanfarinn áratug. Hún segir árangurinn helgast af ýmsum þáttum, einkum endurgreiðslukerfi stjórnvalda, og að á komandi árum muni reyna meira á skapandi hugsun, tækni og aðlögunarhæfni í iðnaðinum.
Þáttaröðin Réttur 3 (Case) er aðgengileg meira en 50 milljón áhorfendum Netflix í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Skandinavíu. Guðný Guðjónsdóttir forstjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla möguleika á að fá alþjóðlega sölu og dreifingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Vala Halldórsdóttir þróunarstjóri Plain Vanilla hafa tekið sæti í stjórn Sagafilm. Fyrirtækið, hvers verk hlutu alls 15 tilnefningar til Edduverðlauna á dögunum, undirbýr nú gerð leikinnar þáttaraðar fyrir Skjáinn sem og kvikmyndar sem byggð verður á Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Þá verða tækjaleigan Luxor og Sagaevents eftirleiðis reknar sem sér einingar.
Guðný Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Sagafilm en hún hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins frá árinu 2013 og fjármálastjóra frá 2007. Hún tekur við stöðunni af Ragnari Agnarssyni sem tekur stöðu stjórnarformanns. Þá tekur Þórhallur Gunnarsson sæti í stjórn og Steinarr Logi Nesheim mun stýra auglýsingaframleiðslu.
Kjartan Þór verður yfir Sagafilm Nordic, Ragnar Agnarsson verður forstjóri á Íslandi, Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri. 60% tekna erlendis frá á þessu ári.