HeimEfnisorðGautaborg 2016

Gautaborg 2016

„Þrestir“ verðlaunuð í Gautaborg

Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut FIPRESCI verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í kvöld. Myndin var einnig valin úr hópi tíu mynda til að taka þátt í Scope 100 verkefninu svokallaða sem snýst um nýja nálgun í dreifingu evrópskra mynda. Henni verður því dreift í kvikmyndahúsum í Noregi og Ungverjalandi.

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR