HeimEfnisorðFrönsk kvikmyndahátíð 2017

Frönsk kvikmyndahátíð 2017

Sólveigar Anspach verðlaunin veitt í fyrsta sinn

Franska kvikmyndahátíðin á Íslandi veitti í fyrsta sinn í ár Sólveigar Anspach verðlaunin fyrir bestu stuttmynd kvenleikstjóra frá Íslandi eða frönskumælandi landi. Hin franska Valérie Leroy hlaut verðlaunin fyrir stuttmynd sína Le Grand Bain.

„Elle“ eftir Paul Verhoeven opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar 2017

Franska kvikmyndahátíðin fer fram dagana 27. janúar - 10. febrúar í Reykjavík og 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri. Sýndar verða 11 myndir, 10 franskar og ein kanadísk. Að hátíðinni standa Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið.

Stuttmyndasamkeppni kvenna í minningu Sólveigar Anspach

Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, Senu, Háskólabíó, Zik Zak Filmworks, AGAT films og Kvikmyndamiðstöð Íslands, standa fyrir stuttmyndasamkeppni í nafni leikstjórans Sólveigar Anspach.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR