Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar og Anton Máni Svansson formaður SÍK ræða við Nordic Film and TV News um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs.
Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 174,6 milljónum króna eða um 13,5%.