Stuttmyndin Sætur (Felt Cute),eftir Önnu Karín Lárusdóttur var valin besta norræna stuttmyndin á Buster, stærstu kvikmyndahátíð sem helguð er börnum- og ungmennum í Danmörku.
Anna Karín Lárusdóttir hlaut nýverið tvenn Edduverðlaun fyrir stuttmyndina Sætur, auk þess sem hún var valin uppgötvun ársins. Rætt var við hana í þættinum Svipmyndin á Rás 1.
Verðlaunaafhending Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar, fór fram á lokadegi hátíðarinnar. Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands áttu rúman meirihluta þeirra verka sem tóku þátt í Sprettfisk og uppskáru verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina og bestu heimildastuttmyndina.