Fyrsti formlegi fundur Félags tæknifólks/RSÍ við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd SÍK (Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda) fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.
Félag sýningarmanna við kvikmyndahús, Félag kvikmyndagerðarmanna og Félag tæknifólks í rafiðnaði hafa tekið höndum saman um að mynda eitt stórt og sterkt félag saman, Félag tæknifólks (FTF). Félagið stendur nú fyrir kynningarherferð undir slagorðinu Ómissandi fólk.