Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlaut fyrir nokkrum dögum verðlaun Kínversku kvikmyndaakademíunar fyrir kvikmyndatöku Sophie Olsson. Elín Hall hlaut einnig verðlaun á Írlandi fyrir leik sinn í myndinni.
Þáttaröðin Vigdís fer í loftið á RÚV á nýársdag, 1. janúar. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.