Þáttaröðin Fangar hlaut alls tíu Eddur á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi. Bíómyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. Guðný Halldórsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA og konur í kvikmyndagerð fylktu liði undir merkinu #Égerhér.
Þáttaröðin Fangar fær flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár eða alls 14. Undir trénu hlýtur 12 tilnefningar og Svanurinn 9. Þáttaröðin Stella Blómkvist fær 8 tilnefningar.
Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2018. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017.