Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur, sem frumsýnd var á síðasta ári, hlaut á dögunum aðalverðlaun stuttmyndahátíðarinnar Excuse My French í París. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Stuttmyndin Cuteftir Evu Sigurðardóttur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir handrit á UnderWire Festival í London sem lýkur í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem var frumsýnd á RIFF fyrr í haust.